Legstaðaleit - Mummi ÍS 366 - 1964

Поділитися
Вставка
  • Опубліковано 18 лис 2024
  • Mummi ÍS 366 fór frá Flateyri, í annan róður vertíðarinnar, kl. 7 laugardagsmorguninn 10. október 1964. Skipverjar höfðu síðast samband við land um talstöð kl. 12:30 sama dag, er þeir voru staddir um 9 sjómílur NV af Barða, sem er á nesinu milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Síðan heyrðist ekkert til bátsins. Um kl. 10 á sunnudagsmorgun fann Óðinn brak 11,7 sjómílur SV frá Kópanesi. Um leið og brakið fannst, sendi Landhelgisgæslan flugvél sína, SIF, á vettvang til þess að leita ef einhverjir skyldu hafa komist af í björgunarbát. Leitaði Sif mjög nákvæmlega á stóru svæði, og kl. 18, fannst gúmbátur með tveimur mönnum á reki því sem næst undan miðjum Breiðafirði, 22,5 sjómílur frá Látrabjargi.
    Fjórir menn fórust með Mumma þennan dag.
    Skoða nánar: www.legstadale...
    Kærar þakkir til Sigurveigar Pálmadóttur og Martin Tausen Gøtuskeggja fyrir veitta aðstoð.
    #Sjóslys #Flateyri #Önundarfjörður #MummiÍS

КОМЕНТАРІ •