2. Frú Kristín - Tákn með tali. Lærum líkamstjáningu. Formin, dýrin, söngur & fl.

Поділитися
Вставка
  • Опубліковано 3 січ 2025
  • Í öðrum þætti sýnir Frú Kristín hvernig við tjáum okkur með líkamstjáningu. Við lærum nokkur orð og hvernig við táknum þau með því að nota tákn með tali. Við sjáum og heyrum í alls konar dýrum og svo förum við líka yfir fullt af formum! Það er alltaf fjör þegar við syngjum og dönsum og hoppum og í þessum þætti syngjum við um dýrin hans Badda í laginu Baddi bóndi átti bú (old macdonald had a farm), hundinn B I N G Ó og kanínurnar sem hoppuðu langt fram á nótt í laginu Kanínurnar hoppa (hop little bunnies). Frú Kristín bregður sér í hlutverk kattar og syngur lagið Ertu köttur? (If you’r happy and you know it) Svo samdi hún Mömmu og pabba lagið sérstaklega fyrir lítil kríli sem eru að byrja að segja mamma og pabbi.
    Tónlistarkonan ‪@Alina_Official_audurlinda‬(Auður barnalög) gerði tónlist og söng við lögin Kanínurnar hoppa og B I N G Ó
    Við förum í alls konar leiki og þar á meðal hlutverkaleiki, feluleik með dúkkunni og skoðum dót. Vísbendingar um staf dagsins er að finna í töfrakassanum og er sá liður á sínum stað.
    Mælt er með því að foreldrar taki virkan þátt við áhorf þáttsins... en það er líka allt í lagi að kveikja á þættinum á meðan þú eldar matinn eða tekur úr vélinni 😉Farið saman í feluleik, syngið saman og gerið handahreyfingar og tákn. Til að auka málskilning hjá ungabörnum er gott að þylja upp allt sem þú gerir yfir daginn. Í þættinum koma aldursviðmiðanir um þroskaferli barna, þær eru fengnar frá Heilsuveru og eru þær einungis til viðmiðunar. Hafðu samband við þína heilsugæslu ef þú hefur áhyggjur af þroskaferli barnsins þíns.
    Tákn með tali - lærum látbragð!
    o Tákn með tali
    o Dýrin
    o Form
    o Stafur dagsins
    Sýndu þinn stuðning með því að:
    ♡ Koma í áskrift á miðlunum hennar Frú Kristínar - linktr.ee/fruk...
    ♡ Koma í áskrift á miðlunum hjá Auður Barnalög - linktr.ee/audu...
    Sérstakar þakkir fá Védís og Karein Eir
    #íslenskt #islenskt #íslensktbarnaefni #barnaefni #frúkristín #börn #teiknimyndir #táknmeðtali #tmt #fru #kristín #fyrirbörnin #veljumíslenskt #fræðsla #fræðandibarnaefni #forkids #icelandic #iceland #baby #animation #icelandiccartoon #icelandiceducation

КОМЕНТАРІ •