Tímaflakk
Вставка
- Опубліковано 27 січ 2025
- Þá er það þriðji þáttur janúar mánaðar, a.k.a árlegur afmælisþáttur Birkis!
Við byrjum þennan þátt á djúpum pælingum um pissuferðir karlmanna og svo kemur Daði með mjög djúpar kojufylleríspælingar um mannslíkamann. Svo tekur umræða þáttarins við, tímaflakk! Er það til, er það hægt, hafa tímaflakkarar komið á okkar tíma, hvað myndum við gera ef við gætum tímaflakkað? Við sjáum hvað snillingar á reddit myndu gera ef þeir gætu tímaflakkað, Birkir kemur með mest sannfærandi tímaflakkarasögu heims frá Úkraínu, við skoðum framtíðarspár Simpson þáttanna sem hafa ræst og rennum svo yfir tímaflakkskvikmyndir og þætti. Svo í lokin fær Birkir magnaða afmælisgjöf frá Daða sem enginn hlustandi má missa af!