Fordómar á Íslandi

Поділитися
Вставка
  • Опубліковано 18 вер 2024
  • Þann 6.ágúst 2003 fluttum við bróðir minn, Norvell, til Íslands frá Filipseyjum. Ég var að verða 8 ára og hann 10 ára. Við tók nýtt tungumál, nýr skóli og ný menning. Við fengum LOKSINS að sjá og upplifa snjó - og að hitta móður okkar, sem við höfðum ekki séð í tvö ár. Spennan var mikil.
    Við byrjuðum í skóla og námið gekk vel, lærðum tungumálið og eignuðumst vini. Við aðlögðumst þessu nýja samfélagi og lögðum mikið í það.
    Þrátt fyrir þetta urðum við að sætta okkur við að það væri okkar „norm” að önnur börn segðu við okkur „ching chang”, kölluðu okkur „hrísgrjón, gul, hundaétara og r-mælt” auk annarra sambærilegra orða óáreitt í frímínútunum. Okkur var sagt að taka þetta ekki alvarlega, þetta væri jú bara djók. Gera ekki mál úr þessu heldur reyna að falla bara í hópinn. Sem barn er þetta mjög mótandi, þú segir frá vandamálinu en það er gert lítið úr því. Þá heldur þú sem barn að þú sért að gera stórmal úr einhverju sem skiptir ekki máli. Slíkt hefur mikil áhrif á sjálfsímynd og sjálfstraust manns.
    Í dag erum við fullorðið fólk og veruleikinn okkar kristallast meira í svokallaðri öráreitni (e. Micro agression), sem við eigum einmitt líka að gera ekki of mikið úr. Í stuttu máli er öráreitni hugtak sem nær t.d. yfir athafnir og athugasemdir sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Þetta stuðlar svo að og viðheldur frekari aðgreiningu og jarðarsetningu.
    Þessi öráreitni er meðal annars að vera hrósað fyrir að tala góða íslensku, vera spurð hvaðan við komum „í alvörunni” og stundum fer fólk að giska og gera þetta að leik. „ Kína? Grænland? Nei bíddu, Indónesía?” - ekki jafn skemmtilegur leikur fyrir alla og hann verður ekki skemmtilegri eftir því sem hann er leikinn oftar.
    Af hverju erum við tala um þetta, núna? Ég er ekki að tala fyrir hönd allra en ég tala sannarlega fyrir hönd okkar Norvell og ég veit að margir deila þessari upplifun. Við erum þreytt - langþreytt á að þurfa stanslaust að sanna að við séum líka Íslendingar. Vera sífellt minnt á að við pössum ekki almennilega inn í hópinn og tilheyrum ekki á sama hátt og aðrir. Við erum orðin þreytt á að útskýra af hverju þessir brandarar eru ekki í lagi og af hverju þau eru fyrir löngu orðin að galinni tímaskekkju í íslensku samfélagi. Við lifum á tímum þar sem aðgengi að upplýsingum hefur sennilega aldrei í sögunni verið betra. Við erum flest með snjallsíma,tölvur eða spjaldtölvur við höndina - margoft á dag. Það tekur aðeins örfáar mínútur, jafnvel bara sekúndur, að slá upp í Google og fræðast ef eitthvað er að veltast fyrir okkur.
    Við erum partur af samfélaginu, við erum íslendingar.
    Við Norvell vitum ekki hvað þarf nákvæmlega til að fá fólk til að endurskoða viðmótið en okkur langar allavega ekki að gera ekki neitt. Þess vegna ákváðum við að taka þetta verkefni að okkur. Okkur langar til að varpa ljósi á að rasismi þrífst á Íslandi. Það er einfaldlega staðreynd. Við fengum frábært fólk með okkur, fólk sem finnst ekkert auðvelt að stíga fram og tala um rasisma og fordóma, en þau gerðu það samt, því þau eru líka orðin þreytt. Okkur dauðlangar öllum að opna augu fólks. Því við erum með þá von í brjósti, að ef við gerum það, þá þurfi börnin okkar kannski ekki að lenda í þessu í framtíðinni. En til þess að það geti orðið að einhverju öðru en von - verðum við fleiri að vera vakandi fyrir þessu og vera tilbúin í að taka umræðuna áfram. Það gerist aðeins ef við í sameiningu hlustum, lærum og fræðum.
    Music: • Rain | Sadness | lofi ...

КОМЕНТАРІ • 8

  • @gorkulur
    @gorkulur 4 роки тому +3

    Mjög þarft. Erfiður spegill að líta í, en nauðsynlegur. Takk!

  • @wandadiislandia7577
    @wandadiislandia7577 4 роки тому +3

    Mjög vel gert og þarft verkefni! ❤️🥰

    • @brahimalgeria9692
      @brahimalgeria9692 3 роки тому +1

      góða kvöldið ég er frá Alsír ertu einhleypur

  • @AriJosepsson
    @AriJosepsson 4 роки тому +1

    Mjög flott framtak

  • @kolbrunjarlsdottir236
    @kolbrunjarlsdottir236 4 роки тому +1

    Vel gert- Takk

  • @kraken5003
    @kraken5003 3 роки тому

    og á hvaða landi þar sem sambærilegur spurningar eru spurðar eru ekki samsvarandi svör gefin?
    ef þeim líkar ekki hvernig fólk talar þá hljómar það eins og þeirra mál,

  • @ziadenbohokremalahamuhamma6823
    @ziadenbohokremalahamuhamma6823 3 роки тому

    islamhouse.com/ar/Halló hér í hlekknum, nokkrar íslamskar bækur. Ef þú vilt vita trúarbrögð íslams verður þú að vísa til mín heimildum löggjafarinnar, Kóraninum og orðum Múhameðs, sendiboða Guðs.www.islamland.com/isl/books