Gunnlaug Hannesdóttir
Gunnlaug Hannesdóttir
  • 82
  • 18 440
gunnhann brasar, þáttur 82. Námskeið
Hér fer ég yfir þau námskeið sem ég ætla að bjóða upp á núna á vorönn.
Þau eru: Frjáls útsaumur, útsaumur, hekla buddu út frá rennilás, hekla körfu úr afgangsgarni, útsaumur í prjón, crazy quilt og prjónanámskeið.
FRJÁLS ÚTSAUMUR - Slow stitching ásamt slökunar- og teygjuæfingum
Viltu koma með í ferðalag þar sem við slökum á og hugsum bara um útsaumsspor, liti og form? Að geta kúplað sig út úr daglegu lífi og sökkt sér í handverk - það að skapa með hug og hönd - felur í sér mikla hugarró og slökun frá daglegu amstri.
Kennd verða ýmis útsaumsspor og allir velja sér verkefni eftir sínu áhugasviði. Námskeiðið er fyrir þau sem vilja læra nýja nálgun í útsaum - slow stitching. Unnin eru verkefni þar sem útkoman er ekki fyrirfram ákveðin og við leyfum sköpunarkraftinum að ráða för.
Á námskeiðinu:
- eru kennd a.m.k. 8 gerðir af útsaumssporum
- verður stoppað reglulega og gerðar slökunar- og teygjuæfingar
- færðu innblástur að því að vinna frjálsan útsaum og getur sökkt þér niður í að skapa þitt eigið listaverk
- muntu eiga rólegar og góðar stundir við útsaum og spjall
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
3 námskeið eru í boði, bæði kvöld- og dagnámskeið
Námskeið nr 1:
Hvenær: 20.01., 03.02., 17.02., 03.03.
Tími: 19:00 - 22:00
Námskeið nr 2
Hvenær: 23.01.,30.01.,06.02.,13.02.
Tími: 19:00 - 22:00
Námskeið nr 3:
Hvenær: 23.01., 30.01., 06.02., 13.02.
Tími: 12:30 - 15:30
Kostar: 38.000 kr - allt efni innifalið
HEKLUÐ BUDDA ÚT FRÁ RENNILÁS
Að hekla út frá rennilás er mjög þægilegt. Þú lærir hvernig best er að byrja frá rennilásnum og halda áfram niður budduna þangað til hún er eins stór og þú vilt hafa hana. Með þessari aðferð þarf ekki að sauma rennilásinn í eftirá og ummálið á buddunni og rennilásinn smellpassar saman.
Buddan er hekluð með fastahekli og hægt er að fóðra budduna ef tími vinnst til.
Þú þarft að kunna grunnatriði í hekli fyrir þetta námskeið.
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
Hvenær: 24.02
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 12.500 kr - allt efni innifalið.
PRJÓN
Prjónanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Þú ræður för, hvað langar þig að læra? Þú velur þér verkefni í samráði við mig þar sem þú lærir/æfir þig í ýmsu sem varðar prjón.
Er langt síðan þú hefur tekið upp prjónana og þarft æfingu í grunnatriðum prjóns?
Viltu prjóna peysu eða prufur þar sem ýmis konar prjóntækni kemur fyrir ?
Viltu læra nýja prjónatækni?
Viltu læra að fara eftir uppskriftum?
Ég ætla að grípa þig þar sem þú ert og bæta við þína kunnáttu.
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
Hvenær: 21.01., 04.02., 18.02., 04.03., 18.03.
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 40.000kr - Efni í prufur er innifalið, annað kemur þú með.
ÚTSAUMUR Í PRJÓN
Áttu prjónaflík sem þarf að flikka aðeins upp á? Kannski er flíkin með bletti eða götum sem þú vilt fela. Þá er tilvalið að nota útsaum til þess. Kenndar verða ýmis útsaumsspor sem henta fyrir prjónað stykki. Einnig verður notað “hverfiefni” þannig að auðvelt er að sauma út í fyrirfram teiknaða mynd.
Á námskeiðinu:
- eru kennd a.m.k. 5 gerðir af útsaumssporum
- færðu innblástur að því að sauma út í prjónles og getur sökkt þér niður í að skapa þitt eigið listaverk
- ákveður þú hvernig endanleg útkoma verksins verður
- verða kenndar nokkrar teygjuæfingar fyrir hendur sem gott er að gera meðan unnið er að handverki.
Þau sem koma á námskeiðið koma með peysu / prjónað stykki til að sauma út í. Annað efni er innifalið.
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
2 námskeið í boði.
Námskeið nr 1:
Hvenær: 27.01
Tími: 19:00-22:00
Námskeið nr 2:
Hvenær: 19.02
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 12.500 kr - allt efni innifalið fyrir utan prjónað stykki til að sauma út í.
ÚTSAUMUR
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
Hvenær: 22.01., 29.01., 05.02., 12.02., 19.02
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 38.000 kr - allt efni innifalið.
CRAZY QUILT
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
Hvenær: 24.10., 07.11., 21.11.
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 34.000 kr - allt efni innifalið.
HEKLUÐ KARFA ÚR AFGANGSGARNI
Staður: Laufbrekka 19, Kópavogur
Hvenær: 10.02
Tími: 19:00 - 22:00
Kostar: 12.500 kr - allt efni innifalið.
Переглядів: 135

Відео

gunnhann brasar, þáttur 81. Hvernig gengur prjónið hjá mér? Sýni myndskeið af vefnaði út um heim
Переглядів 88День тому
Hvað er ég með á prjónunum? Hvernig gengur og smá vandamál á ferðinni hjá mér. Sýni upptökur af vefnaði í Víetnam, Kambódíu og London. Mér áskotnaðist tvær töskur eftir Berglindi fyrir stuttu og sýni þær hér.
gunnhann brasar, þáttur 80.
Переглядів 11121 день тому
Gleðilegt ár kæru þið ! Nú er ég að komast í gírinn aftur og ætla að setja út þætti reglulega. Hér kemur einn þar sem ég fer yfir það sem ég gerði fyrir jól og plön fyrir komandi tíma.
gunnhann brasar,þáttur 79. Hvað hef ég verið að gera undanfarna mánuði?
Переглядів 116Місяць тому
Tók mér óvænt pásu frá gunnhann brasar í 3 mánuði. Hér fer ég lauslega yfir það sem ég hef verið að gera undanfarið og hvað er á döfinni hjá mér.
gunnhann brasar, þáttur 78. Sýni vinnustofuna mína ásamt spjalli um næstu verkefni.
Переглядів 1745 місяців тому
Í þessum þætti spjalla ég um næstu verkefni, sýni frá vinnustofunni minni - Laufinu - og tala um þau námskeið sem ég ætla að bjóða upp á næstu mánuði. Einnig sýni ég frá heimsókn minni á Hönnunarsafnið þar sem Guðrún Pétursdóttir hefur verið með vinnustofu síðustu mánuði.
gunnhann brasar, þáttur 77. Viðtal við Berglindi Ósk Hlynsdóttur, fatahönnuð
Переглядів 1555 місяців тому
Berglind, dóttir mín, kom til mín í spjall. Við förum yfir hvað hún hefur verið að vinna að síðan hún útskrifaðist úr LHÍ 2021. Þú getur fylgt henni á Instagram - boskboskbosk
gunnhann brasar, þáttur 76. Prjóni prjóni - gamalt og nýtt
Переглядів 1205 місяців тому
Nú sýni ég og tala um það sem ég hef prjónað á mig bæði nýlega og gamalt og "gott".
gunnhann brasar, þáttur 75. Fræðumst um handlitun á garni hjá Fanneyju í Systraböndum.
Переглядів 1145 місяців тому
Hér kemur viðtal við Fanneyju Vésteinsdóttur. Hún handlitar garn undir merkinu Systrabönd. Garnið frá henni er svooo fallegt og gaman að prjóna úr því. Ég hef prófað nokkrar tegundir garns frá henni og mæli með að þú prófir. www.systrabond.is IG: systrabondhandlitun FB: Systrabönd - Handlitun
gunnhann brasar,þáttur 74. Hvað var gunnhann að brasa í sumar ?
Переглядів 1276 місяців тому
Hér fer ég yfir ýmislegt sem ég hef unnið síðustu tvo mánuði.
gunnhann brasar, þáttur 73. Viðtal við Höllu Ármanns textíllistakonu og prjónahönnuð.
Переглядів 1747 місяців тому
Halla Ármanns kemur í viðtal til mín og fer yfir nám sitt við London College of Fashion. Halla útskrifaðist þaðan árið 2021 með prjón sem aðalfag. Hún er að gera svo flotta hluti og gaman að heyra hvernig námi hennar var háttað. Halla Ármanns er með heimasíðuna: www.hallaarmanns.com og Instagramsíðuna hallaarmanns. Ég mæli með að kíkja á þær skoða myndir af verkefnum hennar og lesa meira um það...
gunnhann brasar, þáttur 72. Tók fram nokkur verkefni sem ég byrjaði á fyrir löngu og nú skal klára.
Переглядів 1349 місяців тому
Nú skal klára gömul verkefni. Fann nokkur sem ég á hálfkláruð og ætla að klára á næstu vikum - hekl, refilsaumur, útsaumur yfir götótt sjal og garn sem ég spann fyrir löngu síðan. Talaði aðeins um námskeið sem eru á döfinni og breytingar hjá mér næsta vetur.
gunnhann brasar, þáttur 71. Smá spjall frá mér núna.
Переглядів 1689 місяців тому
Langt síðan seinasti þáttur fór út og ég er að reyna að komast í gírinn aftur. Spjalla hér um ýmislegt sem ég hef verið að gera.
gunnhann brasar, þáttur 70. Ekki mikið bras á mér núna - og þó.
Переглядів 144Рік тому
Undanfarið hef ég aðallega verið að hekla og er að vinna í tveimur peysum. Ekki mikið bras á mér núna - allavega sem ég get sýnt frá. Er að undirbúa mig fyrir næstu námskeiðsönn, finna til verkefni og hvernig best er að gera þau. Sýni nokkur verkefni sem ég hef unnið og er með til sölu.
gunnhann brasar, þáttur 69. Viðtal við Agnesi sem prjónar af lífi og sál. Litagleði ræður þar ríkjum
Переглядів 343Рік тому
Agnes Gígja Úlfarsdóttir Braun notar marga liti í sínum prjónaverkefnum og elskar appelsínugult. Agnes er nánast alltaf með prjónana í höndunum enda liggja mörg verkefni eftir hana. Hún setur allt sitt inn á Ravelry og heldur þannig vel utanum verkefnin sín. Ég ætla að taka hana til fyrirmyndar og verða góð í því að skrifa niður í verkefnabók það sem ég er að vinna að hverju sinni.
gunnhann brasar, þáttur 68. Hvað ertu nú að brasa Gunnlaug ?
Переглядів 112Рік тому
Fer hér yfir ýmislegt sem ég hef verið að vinna að. M.a. hef ég klárað gömul verkefni sem hafa beðið í langan tíma eftir að fá dálitla athygli. Segi aðeins frá námskeiði í útsaum sem ég er með.
gunnhann brasar, þáttur 67. Viðtal við Jessicu sem heklar m.a. Disneybúninga.
Переглядів 156Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 67. Viðtal við Jessicu sem heklar m.a. Disneybúninga.
gunnhann brasar, þáttur 66. Ýmis konar spjall.
Переглядів 147Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 66. Ýmis konar spjall.
gunnhann brasar, þáttur 65. Viðtal við Sólveigu Ásbjarnardóttur hjá www.naturaknitting.is
Переглядів 277Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 65. Viðtal við Sólveigu Ásbjarnardóttur hjá www.naturaknitting.is
gunnhann brasar, þáttur 64. Skipta um skoðun í prjóni. Körfunámskeið ofl.
Переглядів 130Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 64. Skipta um skoðun í prjóni. Körfunámskeið ofl.
gunnhann brasar,þáttur 63. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir í Gkdottir knits kom til mín í viðtal.
Переглядів 343Рік тому
gunnhann brasar,þáttur 63. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir í Gkdottir knits kom til mín í viðtal.
gunnhann brasar, þáttur 62. Vélprjónað föðurland, útsaumur í peysur, námskeið, hekl og áskoranir.
Переглядів 137Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 62. Vélprjónað föðurland, útsaumur í peysur, námskeið, hekl og áskoranir.
gunnhann brasar, þáttur 61. Viðtal við Sigrúnu hjá Náttúruprjón. Frí uppskrift í boði.
Переглядів 275Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 61. Viðtal við Sigrúnu hjá Náttúruprjón. Frí uppskrift í boði.
gunnhann brasar, þáttur 60. Hekla og skipulegg námskeið í nýrri vinnustofu.
Переглядів 153Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 60. Hekla og skipulegg námskeið í nýrri vinnustofu.
gunnhann brasar, þáttur 59. Viðtal við Sigrúnu Bragadóttur, hannyrðapönkara.
Переглядів 292Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 59. Viðtal við Sigrúnu Bragadóttur, hannyrðapönkara.
gunnhann brasar, þáttur 58. Viðtal við Annette Mönster.
Переглядів 164Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 58. Viðtal við Annette Mönster.
gunnhann brasar, þáttur 57. Ný vinnustofa og smá pælingar í hekli.
Переглядів 149Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 57. Ný vinnustofa og smá pælingar í hekli.
gunnhann brasar, þáttur 56. Viðtal við Kristjönu Konu í Hringlanda og Litlu brjóstabúðinni
Переглядів 155Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 56. Viðtal við Kristjönu Konu í Hringlanda og Litlu brjóstabúðinni
gunnhann brasar, þáttur 55. Viðtal við Jennýju Karlsdóttur.
Переглядів 249Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 55. Viðtal við Jennýju Karlsdóttur.
gunnhann brasar, þáttur 54. Viðtal við Önnu Silfu Þorsteinsdóttur.
Переглядів 161Рік тому
gunnhann brasar, þáttur 54. Viðtal við Önnu Silfu Þorsteinsdóttur.
gunnhann brasar,þáttur 53. Er að byrja með útsaumsnámskeið, kláraði 2 peysur, afmælisgjafir ofl.
Переглядів 150Рік тому
gunnhann brasar,þáttur 53. Er að byrja með útsaumsnámskeið, kláraði 2 peysur, afmælisgjafir ofl.