Fríkirkjan við Tjörnina
Fríkirkjan við Tjörnina
  • 155
  • 56 818
Táknmyndir páskanna – Sigurvin Lárus Jónsson
Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum.
Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar.
Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar.
Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists, finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka.
Páskarnir eru hátíð lífs og vonar sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð.
Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins.
Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska.
Переглядів: 140

Відео

Páskahugvekja 2024 - Hjörtur Magni Jóhannsson
Переглядів 1766 місяців тому
Páskahugvekja 2024 - Hjörtur Magni Jóhannsson
Jesús var dauðarokkari - Um sláandi myndmál skírdags
Переглядів 5887 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson Með ögrandi myndmáli opinberar Jesús ranglæti þeirra stofnana sem beittu völdum í samfélagi síns tíma og skorar á okkur sem viljum fylgja fordæmi hans að gera slíkt hið sama. Í grasagarðinum birtust fulltrúar þess, sem sáu enga aðra leið færa en að þagga niður í uppreisnarmanninum, og í stað þess að berjast gerði hann valdsmennina berskjaldaða með því að ganga ofbeldinu á...
Sigrandi sumarljós - Hjörtur Magni Jóhannsson
Переглядів 6777 місяців тому
„Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið, hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara fram úr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði“. Með þessum...
Víddir hjónabandsins
Переглядів 4917 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Lopapeysan fæst hjá Thorvaldsenfélaginu (www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir...
Að taka mark á konum
Переглядів 3178 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Lopapeysan fæst hjá Thorvaldsenfélaginu (www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klas...
Fermingar í Fríkirkjunni í Reykjavík
Переглядів 2648 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Lopapeysan fæst hjá Thorvaldsenfélaginu (www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breyti...
Var Jesús heimilislaus?
Переглядів 5228 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Flest þekkjum við þessa upplifun að taka eftir heimilislausum á erlendri grundu og samtímis að veita þeim ekki athygli en sú reynsla vekur upp erfiðar tilfinningar, þar á meðal skömm. Í síðustu heimsókn minni á lestarstöðina í Münster sat maður í bakaríinu og drakk morgunkaffi með aleiguna meðferðis og ég átti erfitt með að sitja rólegur,...
Myndhverfingar sem við lifum eftir
Переглядів 5478 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Lopapeysan fæst hjá Thorvaldsenfélaginu (www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun t...
Börnum lofað - skírnarhugleiðing
Переглядів 7259 місяців тому
Lopapeysan fæst hjá Thorvaldsenfélaginu (www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og...
Mennska og mannréttindi
Переглядів 4229 місяців тому
Sigurvin Lárus Jónsson (Lopapeysan fæst í www.thorvaldsens.is/thorvaldsensbazar/) Mennska og mannréttindi. Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan ...
Áramótakveðja - Um aðskilnað ríkis og kirkju
Переглядів 5649 місяців тому
Áramótakveðja - Um aðskilnað ríkis og kirkju
Áramótakveðja - Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga
Переглядів 2629 місяців тому
Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum.
Lykillinn að friði
Переглядів 5510 місяців тому
Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi. Í tilefni þess var miðbær Münster fullur af ljósum og tónlist, friðarbók lá frammi í ráðhúsinu þar sem þúsundir undirrituðu friðarsáttmála, heiminum til handa, og í leikhúsinu ...
RÚV á aðfangadagskvöld kl. 20.55 Friðarstund í Fríkirkjunni.
Переглядів 83810 місяців тому
Friðarstund í Fríkirkjunni á aðfangadagskvöld Fólk af ólíkum uppruna og ólíkri trú sameinast í þrá eftir friði í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einsöngvarar eru Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Valdimar Guðmundsson. Tónlistarfólk Fríkirkjunnar kemur fram undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Hljómsveitina Möntru skipa Gunnar Gunnarsson á píanó og orgel, Örn Ýmir Arason á kontrabassa, Gísli Gamm á trom...
Útvarpsguðsþjónusta 19. nóvember 2023 frá Fríkirkjunni í Reykjavík
Переглядів 72211 місяців тому
Útvarpsguðsþjónusta 19. nóvember 2023 frá Fríkirkjunni í Reykjavík
Vortónleikar barnakóranna við Tjörnina
Переглядів 554Рік тому
Vortónleikar barnakóranna við Tjörnina
Fríkirkjan stendur með litrófinu !
Переглядів 164Рік тому
Fríkirkjan stendur með litrófinu !
Una Torfadóttir og tónlistarfólk Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Переглядів 4 тис.Рік тому
Una Torfadóttir og tónlistarfólk Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Páskaþáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík: Friður og fjölmenning
Переглядів 126Рік тому
Páskaþáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík: Friður og fjölmenning
HIV Sátta- og minningarstund 21. maí 2023
Переглядів 63Рік тому
HIV Sátta- og minningarstund 21. maí 2023
Alnæmi og guðfræðiváin
Переглядів 186Рік тому
Alnæmi og guðfræðiváin
Kertaljós fyrir 40 árum af HIV á Íslandi
Переглядів 82Рік тому
Kertaljós fyrir 40 árum af HIV á Íslandi
Má trúin sjást í Sjónvarpi?
Переглядів 83Рік тому
Má trúin sjást í Sjónvarpi?
Sísyfos, Kristur og leikhús fáránleikans
Переглядів 296Рік тому
Sísyfos, Kristur og leikhús fáránleikans
Páskar 2023 - Friður og fjölmenning í Fríkirkjunni í Reykjavík - stikla
Переглядів 869Рік тому
Páskar 2023 - Friður og fjölmenning í Fríkirkjunni í Reykjavík - stikla
Kirkjan þjónar fátækum.
Переглядів 93Рік тому
Kirkjan þjónar fátækum.
Jafnrétti til að elska
Переглядів 171Рік тому
Jafnrétti til að elska
Ástarsaga Rutarbókar
Переглядів 86Рік тому
Ástarsaga Rutarbókar